Um keppnina

  • Keppnin hefst mánudaginn 13. janúar og lýkur 3. febrúar. Í kjölfarið velur dómnefnd sigurlag sem hlýtur titilinn "Nýárslag Bítisins". Sigurvegaranum verður svo boðið í þáttinn og lagið spilað, auk veglegra verðlauna.

Hvernig tek ég þátt?

  • Notaðu alpha útgáfu Overtune Desktop til þess að semja lagið og búa til undirspilið.
  • Taktu upp söng yfir undirspilið í hvaða forriti er.  
  • Sendu lagið inn sem hljóðskrá í gengum formið hér fyrir neðan

Hvað er í verðlaun?

  • 100.000 kr gjafakort frá Arion Banka og lífstíðaráskrift að Overtune.
  • Lífstíðaráskrift að Overtune
  • Árs áskrift að Overtune

Svona virkar Overtune

Sendið lag hér

Spurt og svarað

Hvað er Overtune?

Overtune er íslenskt tónlistarforrit sem er nú aðgengilegt í alpha útgáfu á vefnum. Markmiðið er að bjóða tónlistarfólki vettvang til þess að semja og útsetja lög á eigin forsendum, hratt og þægilega.

Verkefnið er enn í stöðugri vinnslu og við hvetjum alla til þess að vera dugleg að senda okkur ábendingar og hugmyndir svo við getum mótað Overtune betur að ykkar þörfum.

Hvernig tek ég upp söng?

Þú getur halað niður hljóðskránni og tekið upp söng yfir hana í hvaða upptökuforriti sem hentar þér.

Má ég vinna lagið með öðrum?

Já, passaðu bara að taka alla fram á forminu ef laginu er ekki skilað inn undir hljómsveitar- eða listamannanafni.

Þarf ég að borga eitthvað?

Nei, allir Íslendingar fá ókeypis aðgang að alpha útgáfunni og þar með einnig tækifæri til þess að gefa endurgjöf og hafa áhrif á framtíðarmynd Overtune.

Má ég nota iPhone appið?

Já, þér er velkomið að nota appið ef þú kýst frekar. Öll lög unnin þar eru jafngild þeim sem unnin eru í alpha útgáfunni.

Má ég vinna lagið í öðru forriti?

Já, þú mátt nota önnur forrit samhliða Overtune. Þú getur t.d. græjað strúktúrinn og undirstöðuatriðin í Overtune og flutt svo yfir í önnur hljóðvinnsluforrit til þess að eiga frekar við það. Þér er velkomið að taka upp eigin hljóð og nota samhliða lúppum úr Overtune.  

Hvaða réttindi hef ég yfir lögum sem ég bý til í Overtune?

Þú færð nýtingarleyfi til þess að nota lagið hvernig sem þú vilt svo lengi sem það brýtur ekki gegn skilmálunum. Overtune gerir enga kröfu um hlutdeild af tekjum sem lagið kann að afla.

Hvaða reglur gilda um innsend lög?

Lögin verða að vera unnin að minnsta kosti að hluta í Overtune og innihalda söng. Þá mega lögin ekki brjóta gegn almennum notendaskilmálum Overtune.

Hvað þýðir "alpha útgáfa"?

"Alpha" merkir að þetta er algjör frumútgáfa Overtune á vefnum. Með því að skrá þig slæst þú í hóp með allra fyrstu notendum og færð færi á að prófa undirstöðueiginleika Overtune, og gefa endurgjöf til frekari vöruþróunar.